Útvarpsþjónusta í Páls þágu!

Nú eru menntamálaráðherra og útvarpsstjóri búin að skrifa undir RÚV-ohf-þjónustusamninginn. Úr því sem komið er - þá er það svosem rökrétt skref.

Páll var reyndar á leiðinni með að milda andstöðu mína við oháeffunina frægu þegar hann kynnti um daginn niðurskurð á stjórnunarbatteríi Ríkisútvarpsins.

En svo fréttir maður af því að hann hafi hækkað sín eigin laun um nokkur hundruð þúsundir króna. Hvar var öll hagræðingin Páll þegar þetta fór svo bara í þinn eigin vasa?

En alveg týpískt fyrir allar einkavæðingar. Topparnir hafa alltaf hækkað við sig kaupið en því miður hef ég ekki séð að dagskrárgerðarfólkið á Útvarpinu og Sjónvarpinu hafi hækkað. Reyndar fer það alltaf í taugarnar á mér við Pál Magnússon hvað hann virðist hafa miklu minni áhuga á Útvarpinu heldur en Sjónvarpinu. Vonum að það reynist rangt hjá mér.

Annars segir Heiða söngkona og fyrrverandi Næturvörður á Rás tvö skoðun sína á þessu í dag í síðdegisútvarpinu:

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4320560/10

Hefði ekki bara verið betra að hlusta á stjórnarandstöðuna í RÚV-málinu og gera nauðsynlegar breytingar á stofnuninni án ohf-ruglsins? Breytinganna var svo sannarlega þörf en alveg óþarfi að hræra saman opinberum rekstri og einkarekstri.

 Hvað sem þessu líður, þá ætla ég að hlusta á Rás tvö klukkan tvö á föstudaginn langa, því þá verður áhugaverður þáttur Freys Eyjólfssonar um það hvernig enn ein Bítlaplata hefði hljómað, ef fjórmenningarnir hefðu hrært í eina slíka meðan þeir voru allir ofan moldu!


mbl.is Samningur um útvarpsþjónustu í almannaþágu undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband