Geir með gat á haus - börðum við stein!

Blaðrið í Geir Há hinum Harða er orðið efnahagsvandamál - einsog núverandi forseti sagði einhvern tímann um Steingrím Hermannsson.

Þessi annars viðkunnanlegi forsætisráðherra hefur greinilega ,,aldrei verið á togara" einsog mamma segir. Veit hann ekki að fleiri og fleiri fyrirtæki eru að hrökklast úr landi vegna þess að krónu-krípið er að ganga af þeim dauðum? Og hvað með heimilin í landinu? Fórnarkostnaðurinn af krónunni er fyrir lifandis löngu búinn að eyðileggja geðheilsu tugþúsunda Íslendinga.

Ráðuneyti Geirs H. Haarde: Okurverð, okurvextir, verðtrygging, fákeppni, einokun.

Ráðuneyti Geirs H. Haarde: Sjúklingaskattar, skólagjöld, biðlistar, skattfríðindi auðvaldsins, skattpíning okkar hinna.

Ráðuneyti Geirs H. Haarde: Stuðningur við stríðsrekstur, leyniþjónusta Björns Bjarnasonar Benediktssonar, Evrópufóbía.

Ráðuneyti Geirs H. Haarde: Stóriðjufyllerí, náttúruspjöll, einkavinavæðing vatns og Útvarps, landsbyggðin í rúst eftir kvótann.

Þetta lið myndi selja ömmu sína ef það gæti.   

Segi einsog Orri Harðar sagði um annan Geir af öðru tilefni - EKKI MEIR GEIR!

X-S fyrir endurreisn norræna velferðarkerfisins, réttlátt skattakerfi, friðsama utanríkisstefnu, erlenda banka, evru, nýsköpun, náttúruvernd og gott veður!

P.S. Hafnfirðingar! Segið NEI við stækkun álversins! Annars halda lánin ykkar og okkar allra að hækka. Alveg óþarfi að fara á hausinn fyrir Rannveigu Rist!


mbl.is Geir: Ranghugmyndir að upptaka evru leysi öll vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Mér datt í hug ad skrifa hér nokkur orð en eftur lesturinn sá ég að friðarboðskapur orða þinna, þekking þín og innsæi, dugar fyrir okkur öll. Eða þannig.

Ólafur Als, 31.3.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband