Sá hlær best........

....sem síðast hlær! Ætli þetta eigi hugsanlega við um kosningarnar eftir átta daga? Að Samfylkingin muni ef til vill barasta fá fína kosningu? Ég held allavega að þeir sem vilja flokkinn feigan ættu nú að hugsa sinn gang.

Það virðist sem vel unninn málefnapakki og úrvals mannskapur frambjóðenda, auk baráttuandans hjá hinum almenna Samfylkingarmanni, séu að skila okkur góðri sveiflu. Stemningin frá landsfundinum hefur haldist meðal flokksfólks og dæmi um það eru krafturinn í frambjóðendunum, sem virðast fá afspyrnugóðar viðtökur á vinnustöðum. Þannig var til dæmis gaman að hlusta í morgun á Róbert Marshall og Guðmund Steingrímsson í viðtali hjá Sigurði G. Tómassyni. Ferskleikinn sem fylgir þeim tveimur er eitt skýrasta dæmið um sóknarhug Samfylkingarinnar.

Ég held líka að við jafnaðarmenn höfum metið stöðuna eftir landsfundinn þannig að botninum væri náð í skoðanakönnunum, við hefðum engu að tapa en allt að vinna. Og þá setjast menn undir árarnar baráttuglaðir og reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu! Þessi baráttuvilji er held ég að smita sér út til kjósenda. 

Svo virðist sem stjórnarflokkarnir séu á undanhaldi hinu mesta - enda sýna kannanir í kjördæmum, svo sem í Kraganum og Reykjavíkurkjördæmunum, að ríkisstjórnin er fallin. Ekki með 4,9 heldur með 4!

Vinstriflokkarnir gætu verið að vinna vel á þann 12. maí. Samfylkingin er að bæta vel við sig frá fylgislægðinni og tekur það fylgi reyndar að hluta frá VG. En VG hafa samt ekki dalað mikið og eru í flestum könnunum að tvöfalda fylgi sitt hið minnsta. Kannski sagan frá 1978 sé að endurtaka sig varðandi vinstra fylgið í landinu. En þá er bara að klúðra ekki framhaldinu, líktog þá var gert.....

Við skulum þó muna að enn er meira en vika þar til landsmenn skunda í kjörklefana. Og á þeim tíma getur margt gerst. Við getum klúðrað restinni af baráttunni en við getum líka haldið haus þar til ,,flautan" gellur. Mín tilfinning er sú að Samfylkingin muni akkúrat gera hið síðarnefnda. Það virðist ekki vera sami jarðvegur fyrir mistökum í kosningabaráttu hennar og einkenndi bæði kosningarnar 1999 og 2003.

En ég segi bara einsog í boltanum: OOOOOOOOOOOOOOOOOOGGGGGGGG BEEERJAAAAAAASSSTTTT!


mbl.is Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hákon Baldur Hafsteinsson

Stjórnin er fallin miðað við kjördæmakannanir í Reykjavíkurkjördæmunum og Kraganum (kannanir Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 í R-N og R-S, og síðan Gallup fyrir RÚV í Kraganum). En hún er vissulega ennþá uppistandandi á landsvísu - allavega miðað við Gallúp í dag.

Þetta veltur allt einfaldlega á því hvort vinstriflokkarnir halda haus síðustu vikuna. Mér sýnist minn flokkur ætla að gera það en ég hef áhyggjur af því að VG séu orðnir full værukærir.

Uppljóstranirnar eru í vinnslu og kemur eitthvað af þeim inn um helgina. 

Hákon Baldur Hafsteinsson, 4.5.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband