Gleymdi Akureyrarstjórninni!

Þegar ég var að setja upp nýja skoðanakönnun í kjölfar vangaveltna minna í færslunni á undan um nafngiftir nýju ríkisstjórnarinnar, þá láðist mér að setja inn eitt nafn sem mér datt allt í einu í hug:

Nú er mál með vexti að samstarf S-flokkanna á sér fyrirmynd norður á Akureyri eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Meirihluti fráfarandi ríkisstjórnarflokka lét af völdum þar í bæ og við tók meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Þess vegna bæti ég við einni nafngift við í nýju skoðanakönnuninni hérna á Paradísarfuglinum - Akureyrarstjórnin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Fleiri tillögur að nafni hafa birst hér á blogginu:

Ég lagði til að hún yrði kölluð RiseSSan

Pétur Tyrfingsson lagði til Baugalín

Endilega að hafa þessi nöfn með í skoðanakönnuninni!

Viðar Eggertsson, 20.5.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Hákon Baldur Hafsteinsson

Þakka ábendingarnar. Skal koma þeim inní könnunina!

Hákon Baldur Hafsteinsson, 20.5.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband