Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Væri ég þingmaður þessa dagana......

.......þá myndi ég setja mig á mælendaskrá, tæma blöðru, stíga í ræðustólinn og slá ræðutímamet Alþingis í umræðunum um Ríkisútvarpsfrumvarpsóskapnaðinn - án þess að þurfa á klósettið! 

Gæti örugglega sett á langa ræðu og haldið uppi megaháttar málþófi gegn oháeffuninni. Einsog flestir sem þekkja mig vita, hef ég afskaplega sterkar taugar til Ríkisútvarpsins (einkum þó Rásar eitt og Rásar tvö).

Sporin hræða: Nánast allar hlutafélagavæðingar á ríkisfyrirtækjum hafa endað í sölu þeirra.

Látum það ekki gerast með RÚV! 

Lögin verða sjálfsagt samþykkt á endanum en þá er það nýrrar ríkisstjórnar að nema þau úr gildi og gera í staðinn breytingar á Útvarpinu sem VG og reyndar líka hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lagt til hver um sig eða sameiginlega. Og ef Kaffibandalagið klikkar og komi til ríkisstjórnarsamstarfs Samfó og Sjalla eða þá VG og Sjalla - þá eiga menn að leggja stjórnarmyndun slíka að veði með því að Sjallarnir geri sér ljóst að Útvarp allra landsmanna eigi ekki að vera hlutafélag!

Höfum ekkert að gera með fleiri hlutafélagavæðingar, þar sem viðkomandi ráðherra situr á sjálfs síns rassgati ofan á eina hlutabréfinu og getur - ef henni/honum sýnist svo - fært ofdekruðum og firrtum auðmönnum þessa lands ómetanleg verðmæti á silfurfati. Öll loforð og fyrirvarar um að ,,selja ekki" hafa hingað til reynst orðin tóm. Menn geta auðveldlega breytt OHF-lögunum um RÚV síðar meir og afnumið klásúluna um að ekki megi selja stofnunina - til þess einmitt að geta selt hana.

Nóg er að horfa á Símann og bankana til þess að vita um vítin til þess að varast þau.

Amen.

P.S. Loksins að maður skrifar eitthvað um pólitík á þessa síðu!


Til hamingju með herlaust Ísland!

Til hamingju Ísland með að vera loksins herlaust! Hallelúja!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband