Jæja börnin góð!

Alltof langt síðan seinast var ritað á síðu þessa. Svei svei. Kannski ómeðvitað bloggbindindi þar til hagur míns flokks færi að vænkast.

OG SJÁ! Samfó er komin í rétt tæp 28 prósent samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá því í morgun. Ég hef reyndar strangan fyrirvara á könnuninni - aðeins rúmur helmingur gefur sig upp og úrtakið er fulllítið til þess að alvöru gagn sé að niðurstöðunum. En samt - ánægjuleg vísbending um að Samfylkingin sé að komast á skrið þrátt fyrir allt níðið sem Ingibjörg Sólrún og flokkurinn hafa mátt þola.

En það besta er auðvitað rassskelling ríkisstjórnarflokkanna! Stjórnin er kolfallin miðað við þetta! Reyndar var svipað uppi á teningnum fyrir fjórum árum um þetta leyti og allir vita hvernig fólk var á endanum hrætt frá breytingum. Látum það ekki gerast í vor.

Í fyrsta skipti er möguleiki á hreinræktaðri vinstri stjórn. Það eru stóru tíðindin. En kálið er samt ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Á morgun eru akkúrat þrír mánuðir svo nú er bara að..........BEEEEEEEEERRRRRRJAAASSSSTT!!!!!!!!!!!

Má hins vegar til með að færa fram tvennar hamingjuóskir vegna meybarnsfæðinga. Fyrra barnið var stúlkubarn sem Þórður vinur minn Guðmundsson og Guðný kona hans ólu þann 24. janúar. Snótin sú var 17 merkur og dafnar hið besta. Innilega til hamingju, Þórður og Guðný!

Og hitt meybarnið fæddist um fjögurleytið í dag og er ansi náskylt mér. Um er að ræða þriðja barnið Sveinbjarnar bróður míns og Drífu mágkonu minnar. Fyrir eiga þau Benedikt á sjötta ári og Hildi Arney sem einmitt verður tveggja ára núna á miðvikudaginn kemur.

Svenna og fjölskyldu eru hér með færðar hugheilustu heillaóskir í tilefni þriðja barnsins. Alltaf gaman að eignast frændsystkini og ekki síður gaman fyrir foreldra beggja foreldranna að bæta einu barnabarninu í hópinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband