Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

500 verkamannaígildi!

Í fimmtudags-dévaffinu sá ég á baksíđu frétt um tekjuţróun síđan 1994. Talađ var um muninn á hćstu og lćgstu tekjuhópum. Í byrjun tímabilsins var munurinn áttfaldur en í lok ţess (mjög nýlega, man ekki ártaliđ!) var munurinn orđinn tuttuguogeittfaldur!

Manni flökrar viđ ţessi tíđindi. Vissulega hefur veriđ góđćri og allt ţađ. En góđćri geta ekki veriđ sannkölluđ GÓĐ-ćri nema aukningu teknanna beri hlutfallslega nokkurnveginn jafnt ađ garđi hjá öllum tekjuhópum. Síđan geti almannavaldiđ stuđlađ ađ jöfnun í ţágu lćgri tekjuhópanna međ skattabreytingum sem hćfa siđuđum velferđarsamfélögum.

Ţađ er kominn tími til ađ hjóla í bankana og ađra sem fitna á okri og arđráni. Ţó vissulega sé gróđinn ţeirra ađ skila ákveđnum tekjum í ríkissjóđ - sem ber ekki ađ vanţakka - ţá mega auđmenn ekki ráđa yfir samfélaginu. Ţeir voru ekki kosnir til ţess, heldur stjórnmálamennirnir.

Ef til vill er gallinn viđ nýju ríkisstjórnina sá ađ hún mun ekki taka mikiđ á efstu lögum ţjóđfélagsins. Áfram verđur skautađ fimlega hjá ţví ađ styggja burgeisana. Ţađ er ef til vill sorglegast viđ bćđi Samfylkinguna og einnig VG - hefđu ţeir náđ saman međ Íhaldinu - ađ hvorugur flokkurinn ţorir ađ hrófla viđ auđvaldinu. Engu ađ síđur er mjög jákvćtt ađ velferđarmálin séu rifin uppá rassgatinu eftir áralangt sinnuleysi Framsóknar. Gleymum ţví ekki.

Fjármála- og menntamálaráđuneytin lentu samt illu heilli hjá Íhaldinu. Ţess vegna verđur ađ hafa Árna Matt og Ţorgerđi Katrínu í gjörgćslu. Sú síđarnefnda er reyndar ósköp meinlítil, ţó ekki geri ég ráđ fyrir ađ upprćtt verđi sú siđleysa ađ leyfa bönkunum ađ grćđa á námsmönnum sem ţurfa á ađstođ Lánasjóđsins ađ halda. Árni Matt verđur hins vegar erfiđur ţegar kemur ađ grundvallarmálum í velferđarkerfinu, svo sem launakjörum ţeirra sem vinna viđ ţađ, og einnig verđur slett eins naumu fé og hćgt er í umbćturnar sem Jóhanna Sig ćtlar ađ gera í velferđarmálunum.

En ađalatriđiđ í ţessari fćrslu minni er einfalt: Ţađ verđa erfiđir kjarasamningar og ekki undan ţví vikist ađ hćkka lćgri launin verulega. Peningafurstarnir hafa gefiđ tóninn fyrir komandi viđrćđur og ber vitaskuld ađ ţakka ţeim fyrir ţađ. 

Kaupţingsbankastjóri er samasem 500 ,,verkamannaígildi"!


Geirbjörg: Lifđu í lukku en ekki í krukku!

Í ţessum skrifuđum orđum stendur yfir ríkisráđsfundur hinn seinni á Bessastöđum. Framsókn er farin úr stjórn en viđ tekur Samfylkingin og myndar sögulegar sćttir viđ Sjálfstćđisflokkinn. Ţetta er gleđidagur hinn mesti og bind ég miklar vonir viđ nýju ráđherrana mína - ţau Ingibjörgu, Össur, Jóhönnu, Björgvin, Kristján Möller og Ţórunni Sveinbjarnar. Ţeim eru hér međ fćrđar hamingjuóskir međ ráđherraembćtti sín. Velfarnađur fylgi ţeim í starfi og megi ţau gera nýju stjórnina ađ sannkallađri velferđarstjórn!

Ég er bjartsýnn á komandi ár. Ţetta er í raun mikil breyting á stjórn landsins - örugglega til batnađar. Ég held ađ ţessi ríkisstjórn verđi ţrátt fyrir allt međ töluvert meiri vinstri áherslum en fyrri stjórn, enda ber stjórnarsáttmálinn ţađ međ sér ađ velferđarkerfiđ verđur endurreist og skattabreytingar munu jafna lífskjör en ekki breikka biliđ einsog hjá gömlu stjórninni.

Auđvitađ er mađur ekki sáttur viđ allt. Sjálfstćđisflokkurinn fékk heilbrigđisráđuneytiđ og síđan ţótti mér slćmt ađ fjármálaráđuneytiđ skyldi ekki koma yfir til okkar. En ţađ verđur lćrdómsríkt fyrir Sjálfstćđismenn ađ uppgötva ţá stađreynd ađ heilbrigđismál eru ekki ,,lúxusútgjöld" (sbr. bloggfćrslu Péturs Tyrfingssonar um heilbrigđismál frá ţví í gćr). 

Viđ Samfylkingarfólk ţurfum allavega ekki ađ svara fyrir heilbrigđiskerfiđ. Ég vona bara ađ nýi heilbrigđisráđherrann skođi allt kerfiđ vel og vandlega áđur en hann leggur í einhverjar breytingar. Enda efast ég ekki um góđan vilja hans til ađ gera vel.

Báđir flokkarnir eru sammála um ađ stokka upp í heilbrigđiskerfinu og er ţađ vel. Og einkarekstur getur nýst ágćtlega á sumum sviđum ţar inni, enda er hann nú ţegar útbreiddur. En hann má aldrei ,,fleyta rjómann" frá ríkisreknu stofnununum og prinsippiđ um jafnan ađgang verđur ađ byggjast á ţví ađ fólk njóti svipađ góđrar ţjónustu óháđ efnahag - og ekki verđi búinn til möguleiki á betri ţjónustu fyrir ţá efnameiri.

Viđ róttćkustu stuđningsmenn ríkisstjórnarinnar munum veita verđugt ađhald í heilbrigđismálunum og öllum öđrum málaflokkum, óháđ ţví hvor flokkurinn á í hlut. En hafi ég einhverjar áhyggjur af ráđherrum Sjálfstćđisflokksins, ţá hverfa ţćr áhyggjur einsog dögg fyrir sólu ţegar ráđherrar Samfylkingar eiga í hlut. Ţau munu verđa sjálfum sér, flokki sínum og ţjóđ sinni til sóma.

Nýrri ríkisstjórn fylgja óskir um farsćld í störfum sínum!


Enn fleiri nöfn!

Enn fjölgar nöfnunum í skođanakönnuninni. Til mín hafa borist ábendingar um tvö nöfn í viđbót - Baugalín og og RiseSSan. Ţar međ eru möguleikarnir orđnir níu talsins, hvorki meira né minna.

Kjósiđ nú lesendur góđir!


Gleymdi Akureyrarstjórninni!

Ţegar ég var ađ setja upp nýja skođanakönnun í kjölfar vangaveltna minna í fćrslunni á undan um nafngiftir nýju ríkisstjórnarinnar, ţá láđist mér ađ setja inn eitt nafn sem mér datt allt í einu í hug:

Nú er mál međ vexti ađ samstarf S-flokkanna á sér fyrirmynd norđur á Akureyri eftir síđustu sveitarstjórnarkosningar. Meirihluti fráfarandi ríkisstjórnarflokka lét af völdum ţar í bć og viđ tók meirihluti Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks.

Ţess vegna bćti ég viđ einni nafngift viđ í nýju skođanakönnuninni hérna á Paradísarfuglinum - Akureyrarstjórnin!


KR-stjórnin eđa VökuRöskvu-stjórnin?

Nú fara menn mikinn um nafngiftir nýju stjórnar okkar og Sjallanna. Svekktir og súrir Framsóknarmenn - jafnvel einstaka Vinstri grćnn - hafa uppnefnt hana Baugsstjórnina vegna ,,dýrs lesendabréfs" manns sem kenndur er viđ hreint loft.Smile

Ađrir hafa talađ um Geirbjörgu međ vísan til formanna stjórnarmyndunarflokkanna. Einnig hefur Uppstigningarstjórnin komiđ sterk inn, enda var fyrsti hittingur Sollu og Geirs á uppstigningardegi eftir ađ Geir hafđi slökkt á öndunarvél Framsóknarmaddömunnar.

Og í dag hefur heyrst skrafađ um Ţingvallastjórnina vegna fundahalda Sollu, Össurs, Skúla Helga, Geirs, Ţorgerđar Katrínar og Árna Matt í blíđunni á Ţingvöllum.

Allt eru ţetta góđ og gild nöfn, nema auđvitađ Baugsstjórnin, sem lýsir fyrst og fremst gremju ţeirra sem urđu ekki sćtasta stelpan á ballinu!¨

Ég ćtla hins vegar ađ leyfa mér ađ leika mér međ tvćr nafngiftir. Hin fyrri er tilkomin vegna stuđnings Geirs og Sollu viđ ónefndan fótboltaklúbb vestur í bć, sem hefur ávallt talist til erkifjenda okkar Akurnesinga. Nýja ríkisstjórnin gćti ţví hćglega heitiđ KR-stjórnin!

Reyndar hefur stjórnin samt tengsl viđ Íţróttabandalag Akraness - fyrst og fremst Sjálfstćđisflokksmegin.  Inga Jóna, kona Geirs, er af Skaganum og mágur hans (bróđir hennar) er auđvitađ sjálfur Guđjón Ţórđarson - ţjálfari ÍA. Spurning hvort Gaui taki mág sinn og Ingibjörgu Sólrúnu ofan í kalda vatnsbađiđ á Jađarsbökkum til ađ herđa ţau upp til góđra verka í nýju stjórninni!LoL

En hins vegar hefur mér flogiđ í hug önnur nafngift sem á sér rćtur í stúdentapólitíkinni vestur á Melum.

Fjölmargir innan Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks voru í eldlínu stúdentastjórnmálanna fyrir annađ hvort Röskvu eđa Vöku. Í Röskvu (eđa forverum hennar) voru međal annars Ingibjörg Sólrún, Össur, Steinunn Valdís, Ţórunn Sveinbjarnar, Ágúst Ólafur og fleiri úr Samfylkingunni. Vökumegin voru síđan Geir H. Haarde, Björn Bjarnason, Sigurđur Kári og ótal fleiri Sjálfstćđismenn.

Svo er hćgt ađ nefna fólk í baklandi flokkanna, svo sem Kristrúnu Heimisdóttur (Samfylking/Röskva) og ţá Deiglumenn Borgar Ţór, Ţórlind Kjartansson og Andra Óttarsson (Sjálfstćđisflokkur/Vaka). 

Áđur en Röskva vann meirihluta í Stúdentaráđi í febrúar síđastliđnum, starfađi saman áriđ á undan stórsamsteypa Röskvu og Vöku. ,,Tey vóru saman viđ einari stórari samgongu", einsog Fćreyingarnir myndu orđa ţađ!Grin

Ţessi stóri meirihluti var auđvitađ stórpólitísk tíđindi í margfrćgri sandkassapólitík háskólastúdenta. Stjórnarmyndun Sjálfstćđisflokksins (tengsl viđ Vöku) og Samfylkingarinnar (tengsl viđ Röskvu) á kannski ef til vill ákveđna fyrirmynd í ţessu stóra samstarfi í Stúdentaráđi 2006-2007. Hver veit?

VökuRöskvu-stjórnin? Eđa KR-stjórnin? Ćtla ađ setja skođanakönnun međ ţessum nöfnum og öllum hinum!


Sleeping with the enemy.....

Jćja. Ţá er ţađ ljóst ađ ný ríkisstjórn er í kortunum og rífandi gangur í viđrćđunum. Í stađ B-deildar Íhaldsins kemur nú minn flokkur Samfylkingin inn á stjórnarheimiliđ. Sem markar auđvitađ tímamót ţví vér vinstrimenn höfum ekki átt ađild ađ neinni ríkisstjórn síđan 1995. Reyndar var Alţýđuflokkurinn ekki sérlega vinstrisinnađur í Viđeyjarstjórninni og ţví má segja ađ vinstrimenn séu ađ koma inn í Stjórnarráđiđ í fyrsta sinn í sextán ár. Sem kunnugt er sátu gömlu A-flokkarnir saman í farsćlli stjórn Steingríms Hermannssonar 1988 til 1991.

En ţessi ríkisstjórnarađild okkar núna - ef af verđur - er međ allt öđrum formerkjum en mig dreymdi um. Planiđ var jú ađ fella ríkisstjórnina og taka viđ stjórn landsins ásamt VG og Frjálslyndum í Kaffibandalaginu - nú eđa styđjast viđ Framsókn ef Frjálslyndir yrđu ekki stjórntćkir.

Ţví miđur hefur atburđarásin ađ loknum kosningum gert vinstri stjórn ólíklega. Í fyrsta lagi er Framsóknarflokkurinn laskađur eftir afhrođiđ um síđustu helgi og ţví hollast fyrir hann ađ fara í stjórnarandstöđu. Ţó má ráđa af fréttaskýringum ađ B-deildin hafi viljađ halda áfram međ Íhaldinu og bođiđ fćkkun sinna ráđherrastóla niđur í fjóra. En Geir hafđi víst ekki áhuga og ţess vegna eru Framsóknarmenn bitrir og sárir núna. Á sumum bloggsíđum má samt finna létti margra ţeirra međ ađ losna viđ Íhaldiđ og geta fariđ ađ byggja sig upp ađ nýju.

Nú hefur Jón Sigurđsson talađ um ađ bjóđa Ingibjörgu Sólrúnu forsćtisráđuneytiđ í vinstri stjórn ef uppúr slitnađi hjá henni og Geir Hilmari. Ţađ er allt gott og blessađ, en mikiđ hefđi ég viljađ sjá ţetta tilbođ strax eftir kosningar. Ţá hefđi Jón getađ beđist lausnar fyrir sína menn og lagt til viđ Ólaf Ragnar ađ Ingibjörg fengi umbođiđ til ađ mynda stjórn Samfylkingar, Vinstri grćnna og Framsóknar. Og máliđ vćri dautt.

Ţví miđur hefur litli bróđir á vinstri vćngnum - VaffGé - ekki makkađ rétt í skúespilinu. Kosningabaráttan hjá ţeim var furđu daufleg og strax ađ kosningum loknum komu ţeir fram og breimuđu ákaft utaní Íhaldinu - til dćmis var Ögmundur međ svo áköf bónorđ til Sjallanna í Silfrinu á sunnudag ađ mađur saup hveljur. Síđan fór Steingrímur Jóhann ađ gefa afslátt af hinum og ţessum stóriđjustoppum og augljóst hvert hugur hans stefndi, hvađ sem leiđ öllu tali hans um ađ ţeir hefđu ,,fariđ ađ leikreglum" í öllu stjórnarmyndanabrasinu.

Ekki bćtti úr skák forkastanleg framkoma ţessa formanns ,,Rauđu Framsóknar" í garđ ,,Grćnu Framsóknar" nú fyrr í vikunni (ţađ vita jú allir sem vilja vita, ađ Steingrímur Jođ er ekki sósíalisti, heldur framsóknarmađur). Ađ koma međ fáránlega kröfu til Jóns Sigurđssonar um afsökunarbeiđni vegna auglýsinga Framsóknar í kosningabaráttunni bendir til ţess ađ Steingrímur hafi ekki mikinn húmor fyrir hlutunum. Var ekki einhver ađ líkja ţessu viđ viđbrögđ múslima í Danmörku viđ skopmyndunum af Múhameđ spámanni í Jótlandspóstinum?

Steingrímur má ekki vera svona viđkvćmur. Án ţess ađ ég ćtli ađ verja Framsóknarmenn, ţá voru ţađ Vinstri grćnir sem hófu ţessa neikvćđu kosningabaráttu sem síđan varđ ađ skítkasti milli ţessara tveggja flokka - einkum ungliđahreyfinganna. Og nú vill Steingrímur ólmur setjast međ Jóni Sigurđssyni í vinstri stjórn! Afsakiđiđ međanađ ég ćli....

Ţví miđur fór svo ađ eini raunverulegi möguleiki vinstrimanna á ađ setjast í stjórn í ţetta skiptiđ var sá kostur sem nú er í spilunum. Ađ vísu hefđi Geir alveg getađ talađ viđ VG en Samfylkingin er á hinn bóginn stćrri og meirihluti vinstrimanna í landinu er innan hennar vébanda. 

Nú ţurfum viđ ađ ná eins miklu út úr stjórnarsáttmála viđ Íhaldiđ og viđ mögulega getum. Ţađ eru vissulega blendnar tilfinningar ađ setjast í stjórn međ höfuđóvininum. Ađ ég tali nú ekki um ađ vera skyndilega í liđi međ Sigurđi Kára, Birgi Ármannsyni og Árna Johnsen!!!!

Stjórn međ Sjálfstćđisflokknum gengur á vissan hátt gegn tilvistarrökum Samfylkingarinnar, einsog Pétur Tyrfingsson sagđi áđan í Vikulokunum. Ljóst er ađ forysta okkar ţarf ađ berjast međ oddi og egg fyrir okkar málstađ í viđrćđunum viđ Geir og félaga. Ekki síst til ţess ađ tryggja víđtćkan stuđning allra í Samfylkingunni - sérstaklega vinstri armsins.

En haldi Ingibjörg og öll samninganefnd flokksins vel á spöđunum ţarf ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokknum alls ekki ađ skađa flokkinn ađ fjórum árum liđnum. Viđ megum ekki gleyma ţví ađ Samfylkingin er ekki gamli Alţýđuflokkurinn ţótt Vinstri grćnir og Framsóknarmenn séu farnir ađ tala um nýja Viđeyjar(-Baugs-)stjórn. Samfylkingin spannar stćrra litróf á vinstri vćngnum - allt frá hćgrikrötum yfir í róttćka sósíalista sem vilja hafa áhrif í Samfylkingunni frekar en ađ vera í krónískri stjórnarandstöđu innan vébanda VG. Í ţingflokki Samfylkingar eru fyrrverandi Allaballar og Kvennalistakonur, Alţýđuflokksmenn og Ţjóđvakar. Svo má ekki gleyma ţeim sem hafa ađeins veriđ í Samfylkingunni og eiga sér enga fortíđ í forverum hennar.

Ég set samt ýmsa fyrirvara viđ ađ styđja stjórn međ Íhaldinu. Ţetta eru helstu forsendur fyrir stuđningi mínum:

1. Raunverulegt átak verđi gert í velferđarmálum - einkum í málefnum barna, ungmenna, eldri borgara, geđfatlađra og almennt í málefnum fjölskyldunnar. Gjaldtaka í heilbrigđiskerfinu verđi endurskođuđ og dregiđ úr henni. 

2. Engin skólagjöld! Engin skólagjöld!

3. Uppskurđur og afnám miđstýringar í heilbrigđiskerfinu án ţess ađ rekstur innan ţess sé einkavćddur.

4. Skattleysismörk hćkkuđ einsog svigrúm leyfir en hugsanlega mćtti fjármagna ţađ međ nýjum hátekjuskatti sem legđist á raunverulegar hátekjur en ekki millitekjur einsog gamli hátekjuskatturinn gerđi.

5. Fjármagnseigendum sé gert ađ reikna sér endurgjald (laun) af ákveđnum hluta innkomu sinnar og greiđi almennan stađgreiđsluskatt af ţeim - líka útsvar til sveitarfélaga. Ađ öđru leyti megi fjármagnstekjuskattur vera 10% en skođa skuli frítekjumark af almennum sparnađi fólks.

6. Ríkisútvarpiđ verđi ekki selt en megi vera ohf. Fjármögnun ţess verđi breytt úr nefskatti yfir í rífleg framlög af fjárlögum. Nefskattar eru óréttlátir (einsog til dćmis Framkvćmdasjóđur aldrađra).

7. Afnumin verđi fyrirhuguđ gildistaka nýju vatnalaganna og eldri lög látin gilda. Einkavćđing vatns kemur ekki til greina!

8. Landsvirkjun verđi áfram í eigu ríkisins og áhrif af markađsvćđingu orkugeirans verđi milduđ.

9. Íbúđalánasjóđur verđi áfram í eigu ríkisins. Átak verđi gert í húsnćđismálum, til dćmis kaupleiguíbúđir, fleiri leiguíbúđir og auđveldari stađa ţeirra sem vilja kaupa sér íbúđ. Húsnćđisbćtur komi í stađ vaxtabóta og húsaleigubóta.

10. Opnađ verđi fyrir nýliđun í sjávarútvegi (frjálsar veiđar smćrri báta á einhverjum tegundum) en kvótakerfiđ haldi sér í meginatriđum. Upprćta ţarf kvótabrask og takmarka frjálst framsal. Allar auđlindir okkar verđi stjórnarskrárbundin sameign ţjóđarinnar.

11. Ísland verđi tekiđ af lista hinna stađföstu ţjóđa og endurskođađ verđi varnarsamstarf viđ Norđmenn. Engar herćfingar verđi leyfđar hérlendis.

Vonandi ađ ţetta gangi eftir - allavega í meginatriđum. Ţá ćtti mađur ađ geta stutt nýju stjórnina nokkuđ fyrirhafnarlítiđ. En ég áskil mér stjórnarandstöđu í málum ţar sem hennar er ţörf.

Ég styđ - í ljósi kringumstćđna - ţessa stjórnarmyndun og vona ađ hún verđi okkur öllum til heilla. Ef Ísland verđur jafnara og réttlátara samfélag ađ fjórum árum liđnum - ţá hefur róđurinn ekki veriđ til einskis.


Kjósum Samfylkinguna og hellum gömlu súru tólf ára ,,mjólkinni" niđur!

Í dag er hátíđisdagur! Í dag höfum viđ kjósendur öll völd í hendi okkar! Í dag kjósum viđ burt ţau myrkraöfl sem vilja leynt og ljóst koma Íslandi aftur til ţess tíma ţegar engar almannatryggingar ţekktust og ađeins börn hinna efnameiri gátu brotist til mennta. Alţýđan bjó í saggafullum og heilsuspillandi kjallaraholum. Verkamenn fóru niđur á kaja dag hvern í von um ađ hljóta náđ fyrir auđvaldinu. Hinir snéru til síns heima tómhentir ţar sem svöng konan og ómegđin biđu ţeirra.

Svona var Ísland fyrir tíma alţýđutrygginga, atvinnuöryggis, almennrar menntunar, góđrar heilsugćslu og velmegunar. Ţess vegna kann lýsing mín hér ađ ofan ađ vera nöturleg. En kjör ţeirra sem hljóta rétt fyrir kosningar einn og einn mola af gnćgtaborđum forréttindastéttarinnar eru ţví miđur ekki svo langt frá ţví sem tíđkađist fyrir um ţremur aldarfjórđungum síđan. Hér búa hópar fólks viđ eilíft basl og ná engan veginn endum saman. Eđa hvađ sagđi ekki Páll frá Lifrarpolli í laginu Lady Madonna?

"Lady Madonna, children at your feet

wonder how you manage to make ends meet.

Who finds the money when you pay the rent,

did you think the money was heaven-sent?"

Ţađ er erfiđara ađ komast í húsnćđi en fyrir tólf árum og ókleift fyrir láglaunafólk, sem naut áđur góđs af verkamannabústöđunum. Ađ kaupa íbúđ er mörgu fólki ofviđa og ekki er leigumarkađurinn skárri.

Ţađ er orđiđ dýrara ađ fara til lćknis, sem bitnar mest á barnafólki, láglaunafólki, öldruđum og öryrkjum. Innan ríkisstjórnarflokkanna eru í fúlustu alvöru rćddar hugmyndir um ađ hinir efnameiri geti borgađ sig fram fyrir í heilbrigđiskerfinu og í menntakerfinu rćđur efnahagur nú ţegar ferđinni. Núverandi fjármögnun háskóla í landinu tryggir betri menntun ţeirra sem geta borgađ skólagjöld en hinir skulu dúsa áfram í 500 manna bekkjum í Háskólabíói.

Ţađ er djúp gjá milli landsbyggđar og höfuđborgarsvćđis og fer versnandi, einkum vegna markađsvćđingar raforkukerfisins og ójafns ađgangs landshluta ađ upplýsingahrađbraut netsins. 

Ísland hefur veriđ dregiđ inn í stríđsrekstur án ţess ađ ţjóđin hafi veriđ spurđ. Mesti smánarblettur síđari ára og ţess skulu kjósendur minnast í kjörklefanum.

Enn hefur veriđ hert á einkavćđingu auđlinda lands og sjávar. Eftir tćpt hálft ár verđur vatniđ orđiđ einkaeign ef kjósendur gćta ekki ađ sér í dag.

Margsinnis hefur veriđ sýnt fram á ójöfnuđinn og misskiptinguna sem hér hefur vaxiđ hrađar en í nokkru Evrópulandi undanfarinn einn og hálfan áratug. Og nú hefur fyrrverandi ríkisskattstjóri bćst í hóp ţeirra sem telja ađ skattastefna Íhaldsins og B-deildarinnar hafi markvisst hlunnfariđ ţá sem eru međ lágar tekjur og međaltekjur. En um leiđ hafa ţeim tekjuhćrri - einkum efstu 10 prósentunum - veriđ fćrđar fádćma kjarabćtur á silfurfati af hálfu stjórnarflokkanna.

Viđbrögđ stjórnarsinna hafa einkennst af pirringi en jafnframt af vandrćđagangi viđ ađ réttlćta ţessa grímulausu hćgristefnu. Ţeir vita eflaust upp á sig skömmina, einsog allir kosningavíxlarnir sýna.

,,Úbbs, ć ć - gleymdum viđ nú alveg fátćklingunum og velferđarkerfinu? Ć Ć!"

Ţó GeirJón og félagar vakni upp međ móralska timburmenn korteri fyrir kosningar - ţá vitum viđ vel ađ ţeir verđa komnir á grenjandi túr strax eftir helgi ef kjósendur brestur kjarkinn í dag. Viđ skulum ekki gefa ţeim kost á afréttara - heldur senda ţá beinustu leiđ í pólitíska afvötnun!

Í stađinn skulum viđ viđurkenna hvert fyrir sig í kjörklefanum ađ ţessi ,,aukni kaupmáttur" er skáldskapur ţeirra sem eiga hagsmuni sína undir áframhaldandi óstjórn Íhaldsins og B-deildarinnar. Brauđmolahagfrćđin byggir á sandi einsog afleit hagstjórn sýnir. Stýrivextir hafa hćkkađ um hátt í 10 prósent á undraskömmum tíma og viđskiptahallinn er viđ hćttumörk. Á nćsta og ţarnćsta ári er spáđ halla á fjárlögum. Ţetta er nú allur ,,stöđugleikinn og árangurinn í efnahagsmálum"!

Viđ tökum viđ vondu búi en höfum gert ţađ áđur - međ góđum árangri. Síđasta vinstristjórn vann frćkilegan sigur á verđbólgudraugnum í samstarfi viđ ađila vinnumarkađarins og á međan töluđu Sjálfstćđismenn sig hása yfir öllu og engu í stjórnarandstöđu niđri á Alţingi.

En síđast en ekki síst snúast kosningarnar í dag um ţjóđfélagsţróun nćstu ára. Viljum viđ áframhaldandi vegferđ núverandi stjórnarherra í átt til amerísks kapítalisma ţar sem frumskógarlögmáliđ rćđur ţví hverjir verđi undir og hverjir fleyti rjómann? Eđa viljum viđ endurreisa velferđarkerfiđ og komast aftur í hóp vina okkar á hinum Norđurlöndunum? Ţar vill enginn kasta barninu út međ bađvatninu! Ţar viđurkenna allir yfirburđi og samkeppnishćfni hins norrćna velferđarsamfélags - meira ađ segja hćgrimenn!

Mogginn og Valhöll skjálfa af ótta og grípa ađ vanda til gömlu vinstristjórna-grýlunnar. En gegn ţessum gatslitnasta hrćđsluáróđri íslenskra stjórnmála vitna ég í skrif Kolbeins Stefánssonar, bloggvinar, frá ţví í morgun:

,,Óskaplega er hún oftuggin ţessi klisja ađ allt fari til andskotans ef viđ fáum vinstristjórn. Á norđurlöndum hafa löngum veriđ vinstristjórnir og ţćr hafa náđ afburđa árangri viđ ađ tryggja íbúum ţessara landa lífskjör sem eru međ ţví besta sem ţekkist í heiminum." 

Hef engu viđ ţetta ađ bćta. Nú ţurfa allir ađ drífa sig á kjörstađ sem ekki eru búnir ađ kjósa. Ríkisstjórnin minnir á mjólk sem fyrir löngu hefur súrnađ og hlaupiđ í kekki. Hellum ţessari súru tólf ára gömlu ,,mjólk" niđur!

Setjum X viđ S fyrir frelsi, jafnrétti og brćđralag!

Skál fyrir kjördeginum!


"Where are we going fellas?".....

......"To the top Johnny!"

"And where is that fellas?

"To the Toppermost of the Poppermost!"

Ţessa gagnkvćmu og gagnlegu upp-peppun notuđu Bítlarnir ţegar ţeir voru nýskriđnir út úr Cavern-klúbbnum og voru rétt í ţann mund ađ flytjast frá Lifrarpolli til Lundúna í árdaga frćgđar sinnar. Og allir vita hvar ţeir enduđu.

Viđ í Samfylkingunni ćtlum líka á toppinn! Ţvílík og önnur eins stórsókn á nokkrum vikum! Ţađ er bókstaflega allt međ okkur núna - stjórnarflokkarnir eru sér til háđungar međ örvćntingarfullum kosningavíxlum ráđherranna út um hvippinn og hvappinn. Fólk finnur á eigin skinni ađ hinn svokallađi aukni kaupmáttur tilheyrir ađallega hinum grćđandi stéttum og svo stendur auđvitađ olnbogabarn ríkisstjórnarinnar - velferđarkerfiđ - fólki nćr. Jafnvel ţó ţađ ţurfi ekki á ţví ađ halda dagligdags, ţá er samhjálpin greypt í huga Íslendinga - hvađ sem líđur allri efnishyggju og lífsgćđakapphlaupi.

Síđan er ánćgjulegt ađ félagar okkar í VG virđast vera ađ ná sér á strik ađ nýju. Og saman geta ţessir flokkar jafnvel myndađ alvöru velferđarstjórn sem taka mun til eftir Íhaldiđ og moka flórinn eftir B-deild ţess.

En til ţess má ekkert gefa eftir! Ţađ ţarf ađ halda áfram ađ berjast fram á síđustu stundu! Frambjóđendum og fótgönguliđum Samfylkingarinnar hefur veriđ tekiđ opnum örmum á heimilum og vinnustöđum. Međ rósina ađ vopni hafa jafnađarmenn átt greiđa leiđ ađ hjörtum kjósenda og flokkurinn okkar er á góđri leiđ međ ađ uppskera ţađ sem hann hefur sáđ til undanfarnar vikur og mánuđi.


Maklega vöndinn heiđra skalt'án afláts uns orđinn ert ađ ţrćli akfeitum!

klapplidid_0

(www.rvik.blogspot.com). 

Ţó ég gleđjist yfir vaxandi fylgi Samfylkingarinnar í skođanakönnunum, ţá er auđvitađ alveg afleitt hvađ Sjálfstćđisflokkurinn er međ mikiđ fylgi. Ađ vísu kemur hann alltaf út í kosningum međ minna fylgi en kannarnir spáđu honum - nema reyndar fyrir fjórum árum. Ţá fékk hann ađ mig minnir svipađ og honum hafđi veriđ spáđ.

Ég vona hins vegar ađ kjósendur séu ekki jafn ţýlyndir og fólkiđ á myndinni!

Ekki viljum viđ:

Stríđ viđ Íran.

Einkavćđingu Landsvirkjunar.

Upptöku skólagjalda.

Einkavćđingu í heilbrigđis- og menntakerfinu.

Frekari skattafríđindi á hátekjufólk og kapítalista.

Sjálfstćđismann í heilbrigđisráđuneytiđ.

Nei nei auđvitađ viljum viđ ekki svona ullabjakk! Ţess vegna ţurfum viđ ađ sjá í gegnum krataklćđin sem Íhaldiđ sveipar sig alltaf rétt fyrir kosningar. Eftir kosningar stinga Sjallarnir rýtingi sínum á bólakaf í bak alţýđunnar og halda áfram uppteknum hćtti međ ađ fćra fúlgur fjár frá henni til auđvaldsins.

Hlustum ekki á hrćđsluáróđur Íhaldsins og exbé-deildar ţess um katastrófuna af vinstri stjórn. Ţessir kveinstafir Sjálfstćđismannanna í exdé og exbé eru reyndar ekki nýir af nálinni. Ţađ ţarf ekki annađ en ađ lesa gamla Mogga á netinu ţar sem sama fólkiđ skrifar í velvakanda um hćttuna af vinstri stjórn. Mun ég hér birta einhver af ţessum gullkornum í nćstu fćrslu. Sérstaklega frá manni ađ nafni Karl Ormsson sem titlađi sig raftćkjavörđ. Hann var einmitt ađ skrifa í Ađsendar greinar í Mogganum um daginn. Ekki hafđi ég séđ neitt tilskrifelsi frá honum síđan fyrir fjórum árum (kann reyndar ađ vera ađ hann hafi stungiđ niđur penna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra).

Ćtli Styrmir hringi alltaf í hann mánuđi fyrir kosningar og panti lesendabréf eđa grein frá honum? Ćtli ţađ ekki bara? Og ćtli ţetta sé sá sami Karl og hringir alltaf í Útvarp Sögu og ver verđtrygginguna og hagsmuni fjármagnseigenda međ kjafti og klóm? Kannski.

En bíđiđ spennt eftir nćstu fćrslu, ţá koma inn einhver gullkorn eftir Karl Ormsson raftćkjavörđ emeritus!


Sá hlćr best........

....sem síđast hlćr! Ćtli ţetta eigi hugsanlega viđ um kosningarnar eftir átta daga? Ađ Samfylkingin muni ef til vill barasta fá fína kosningu? Ég held allavega ađ ţeir sem vilja flokkinn feigan ćttu nú ađ hugsa sinn gang.

Ţađ virđist sem vel unninn málefnapakki og úrvals mannskapur frambjóđenda, auk baráttuandans hjá hinum almenna Samfylkingarmanni, séu ađ skila okkur góđri sveiflu. Stemningin frá landsfundinum hefur haldist međal flokksfólks og dćmi um ţađ eru krafturinn í frambjóđendunum, sem virđast fá afspyrnugóđar viđtökur á vinnustöđum. Ţannig var til dćmis gaman ađ hlusta í morgun á Róbert Marshall og Guđmund Steingrímsson í viđtali hjá Sigurđi G. Tómassyni. Ferskleikinn sem fylgir ţeim tveimur er eitt skýrasta dćmiđ um sóknarhug Samfylkingarinnar.

Ég held líka ađ viđ jafnađarmenn höfum metiđ stöđuna eftir landsfundinn ţannig ađ botninum vćri náđ í skođanakönnunum, viđ hefđum engu ađ tapa en allt ađ vinna. Og ţá setjast menn undir árarnar baráttuglađir og reyna fyrst og fremst ađ hafa gaman af ţessu! Ţessi baráttuvilji er held ég ađ smita sér út til kjósenda. 

Svo virđist sem stjórnarflokkarnir séu á undanhaldi hinu mesta - enda sýna kannanir í kjördćmum, svo sem í Kraganum og Reykjavíkurkjördćmunum, ađ ríkisstjórnin er fallin. Ekki međ 4,9 heldur međ 4!

Vinstriflokkarnir gćtu veriđ ađ vinna vel á ţann 12. maí. Samfylkingin er ađ bćta vel viđ sig frá fylgislćgđinni og tekur ţađ fylgi reyndar ađ hluta frá VG. En VG hafa samt ekki dalađ mikiđ og eru í flestum könnunum ađ tvöfalda fylgi sitt hiđ minnsta. Kannski sagan frá 1978 sé ađ endurtaka sig varđandi vinstra fylgiđ í landinu. En ţá er bara ađ klúđra ekki framhaldinu, líktog ţá var gert.....

Viđ skulum ţó muna ađ enn er meira en vika ţar til landsmenn skunda í kjörklefana. Og á ţeim tíma getur margt gerst. Viđ getum klúđrađ restinni af baráttunni en viđ getum líka haldiđ haus ţar til ,,flautan" gellur. Mín tilfinning er sú ađ Samfylkingin muni akkúrat gera hiđ síđarnefnda. Ţađ virđist ekki vera sami jarđvegur fyrir mistökum í kosningabaráttu hennar og einkenndi bćđi kosningarnar 1999 og 2003.

En ég segi bara einsog í boltanum: OOOOOOOOOOOOOOOOOOGGGGGGGG BEEERJAAAAAAASSSTTTT!


mbl.is Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suđvesturkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband