Everybody seems to think I'm layzy.....

...I don't mind, I think they're crazy. Running everywere at such a speed, 'till they find there's no need (there's no need). Please don't spoil my day I'm miles away - and after all I'm only sleeping!

Svo kvað Jón sá er fæddist í Lifrarpolli en andaðist í Nýju Jórvík.

Oft verður mér hugsað til tveggja texta hans um listina að vera latur. Textabrotið hér að ofan má finna í laginu I'm Only Sleeping. En hitt ,,letilagið hans" kallast Watching the Wheels og var ort undir ýmsum nöfnum og í ýmsum bútum á árunum 1978 og 1979, uns höfundurinn klambraði saman endanlegri lagasmíðinni sumarið 1980.

Viðlagið segir allt sem segja þarf:

I'm just sitting here watching the wheels go round and round

I really love to watch them roll.

No longer riding on the merry-go round,

I just had to let it go.

Kannski er þessi rýni í letileg yrkisefni Jóns frá Lifrarpolli einhvers konar friðþæging fyrir pennaleti mína. Veit ekki. Hef gaman af bloggi en skortir þann sjálfsaga að skrifa á hverjum degi. Það er þó ekki nógu gott enda margt að gerast og margt um að skrifa - bæði kosningar framundan og einnig væri gaman að fjalla meira um ýmis önnur hugðarefni, svo sem góðar bækur, tónlist og hvaðeina sem lífinu gefur gildi.

Skrif verða því aukin til muna á síðuna enda góð fylgni milli tíðra skrifa og mikilla heimsókna hjá Moggabloggurum. Krossferð Stefáns Pálssonar gegn Moggablogginu hittir reyndar afspyrnuvel í mark oft á tíðum! Ekki síst þessi bölbæn:

,,Megi Moggabloggið enda í stjórnmálaflokki með Valdimar Leó, Kidda Sleggju og Jóni Magnússyni…"Grin

Góðar stundir góðir hálsar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband