Pétur ţulur allur

Nú er Pétur ţulur Pétursson búinn ađ kveđja okkur. Hann var sá fyrsti sem ég man eftir á öldum ljósvakans í bernsku minni ţegar opiđ var fyrir útvarpiđ heima - á ţeim tímum ţegar rás tvö var ekki enn farin í loftiđ. Reyndar man ég einnig vel eftir Jóni Múla og Jóhannesi Arasyni.

Pétur var hinn reffilegasti sem ţulur og man ég óljóst eftir lestri hans ,,úr forystugreinum dagblađanna". En álit mitt á honum jókst enn frekar ţegar hann las í útvarpiđ hiđ mikla stórvirki Ţórbergs um ćvi séra Árna Ţórarinssonar prófasts. Ţetta var fyrir sirka áratug síđan og man ég vel eftir ţví hvernig Pétur fór á kostum í lestrinum og hermdi á ógleymanlegan hátt eftir séra Árna.

En Pétur var ekki síđur sagnabrunnur um mannlífiđ í gömlu Reykjavík - ţegar Reykjavík var miklu meiri borg en hún er í dag. Ég á bókina Úr fórum ţular, ţar sem lesa má úrval af ţessum frásögnum Péturs. Gamla Reykjavík birtist ţar ljóslifandi međ öllum sínum skrýtnu karakterum sem sluppu viđ sjúkdóms-kerfis-vćđinguna er gert hefur okkur öll ađ einni stórri flatneskju.

Megi minning Péturs ţular Péturssonar lifa.  


mbl.is Pétur Pétursson ţulur látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband