5.6.2007 | 20:35
Teddi á skjánum og veðrið strax betra!
Í gærkvöldi var ég í hálfgerðu þunglyndi einsog 3/4 þjóðarinnar vegna rigningar og roks á suðvesturhorni landsins. Kenndi ég þar um að í veðurfréttum Sjónvarps (RÚV) hafði sveitungi minn Theódór Hervarsson (Teddi) ekki spáð fyrir um sjónvarpsveðrið í einhverja daga! Þess vegna var spáin í gær kolómöguleg!
En viti menn: Í kvöld var Teddi mættur inná stofugólfið! Og hvað haldiði? Um helgina spáði hann 18 stiga hita og hinu besta veðri.
Er að hugsa um að senda Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra tölvupóst og krefjast þess að Teddi fái ekki að taka sumarfríið sitt fyrr en í haust! Hann spáir alltaf vel drengurinn og þess vegna væri ósvinna að senda hann strax í frí og bjóða þar með hættunni heim á rigningasumri.
Athugasemdir
Það var trítill sem týndi skónum hans Tedda ;)
Luv yous
Systa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.