Helgi kenndur við verslunarmenn

Nú er hann Verslunarmanna-Helgi í heimsókn. Hann hefur hegðað sér skikkanlega hingað til. Í gærkvöldi fór ég suður í kratabælið að heimsækja Frey vin minn Bjarnason, bakvörð og blaðamann með meiru. Það var snilld. Við vorum í miklum fíling og ekki spillti fyrir að meistari Sigurbjörn Svanbergsson leit við og endaði á því að fara á fyllerí með okkur þó hann hafi ekki ætlað sér það í fyrstu. Enda voru hann og Nína að fara í sumarbústað vestur í Dýrafirði í dag, þannig að planið Sibbarans hljómaði ekki beinlínis uppá það að negla í botn í djúsinu.Smile

Tókum taxa í bæinn og lentum á öfgahressum leigubílstjóra. Fórum ,,heim" á Ölstofuna og hittum þar meðal annars Pétur Atla sveitung okkar af Skaganum. Það var nú barasta djöfulli margt á Stofunni Ölsins þó bjórinn sé búinn að hækka þar. Meðal frægra gesta Ölstofu gærkveldsins var Megas ásamt Súkkatbræðrum. Ædolið mitt var glaðlegt og hresst að sjá enda er hann í tísku um þessar mundir - þó fyrr hefði verið!

Algjör snilld þetta gærkvöld. Enduðum ég og Freyr á Ellefunni, svo fór ég aftur á Ölstofuna í blárestina þar og svo heim. Í dag hef ég verið þunnur en er eitthvað að sulla í bjór þessa stundina. Það verður samt rólegt í kvöld en annað kvöld ætla ég að reyna að stunda ólifnað með stóru Ó-i. Á þó enn eftir að finna djammfélaga fyrir þá iðju.

Nú er ég að hlusta á Rás eitt. Þar er verið að fara að útvarpa stórkostlegum tónleikum Melabandsins og Dúndurfrétta - a.k.a. Sinfóníufrétta. Ég fór á þessa tónleika og þvílík djöfulsins gargandi snilld! Það verður gaman að endurupplifa þessa geðveiku músíseringu sem þarna átti sér stað.

Kannski maður komi síðan með einhverjar Verslunarmannahelgarsögur seinna í kvöld!Smile Til dæmis mikla frægðarför til Eyja árið 1999 þar sem undirritaður átti sér fleira en eitt líf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Systkinin öll samankomin í Eyjum 1999.

Mjög svo minnistæð þjóðhátíð, ekki á hverjum degi sem maður fær reiðhjól í hausinn á húkkaraballi !!!!!

Ragga (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband