M-nóttin brostin á!

Mér er ekkert um menninguna gefið

sagði maður einn: hún gengur ekki í nefið

né hentar hún í æð svo ég legg á helvítið fæð

og hugsi ég til hennar þá er það einkum eitthvað ljótt

en nú er ég einmitt einsog kviksettur í kolblárri menningarnótt

 

sylvía hún hefur það og sex það verður ekki af henni skafið

það væri suddalegt að stinga sér alveg í hana á bólakafið

og tremmakúl að eiga á því kost að spúla

hana að innan það væri fáránlega frjótt

og því segjum við: abeat og pereat kúltúr við heimtum sylvíunótt

 

meybarn átti grýla sem meikaði hún vægast sagt ekki

,,það má ekki ske að skrýmslið skæli hér allt og skekki"

þetta var skýlaus viðurkenning og mærin sem hét menning

fór í mínus og fór á flakk og fór með veggjum og fór hljótt

en hún emjaði einsog stunginn grís þegar menn gripu hana og múruðu inní marklausa nótt

 

ég hef ekki á menningunni mætur

sagði hann: hún mætti sleppa því að fara á fætur

og bara selja sig einsog hún er - í bælinu allsber

uns hún breyttist í rottuholu í gróinni tóft

en það er vissulega ekki við hana sjálfa að sakast heldur þá sem malla þessa menningarsótt

(Megas)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er runnið af þér djöfull?

Sibbi (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband