It was 30 years ago today!

Loksins er ég fluttur með síðuna mína og býð lesendur velkomna á nýjar slóðir, um leið og ég lýsi því yfir að ég er kominn úr bloggfríi.

Fyrir tæpri klukkustund síðan (klukkan tvö að nóttu) lauk þriðja áratug ævi minnar. Ég sit núna við tölvuna mína í risíbúð að Grettisgötu 98, en fyrir þrjátíu vetrum síðan kom ég í heiminn á Landspítalanum við Hringbraut - sirka einum og hálfum mánuði fyrir tímann. Einsog Meistarinn kvað í brag sínum:

,,..svo losnaði mamma við mig útúr sér

 ég var með henni & hún var með mér

& svo varð ég stór og svo kom ég hér

ég var með mér - mamma með sér....."

(Ég á mig sjálf) 

 

Leiðin frá Landsanum að Grettisgötu er ekki löng. En samt er hún svo löng og hlykkjótt þegar hún er farin á þrjátíu árum - The Long and Winding Road - kvað Páll frá Lifrarpolli. Ekki hefur þetta nú alltaf verið gaman - ónei - en samt einnar messu virði!

Það er held ég barasta skidegodt fínt að vera orðinn þrítugur. Ætla að reyna njóta þess að vera kominn á fertugsaldurinn. Þriðji tugurinn var allsherjar tilvistarkreppa en sá fjórði verður grimm sjúkheit einsog Pétur heitinn Kristjáns hefði orðað það.

Nýja síðan mun á næstu dögum taka á sig mynd. Gamla blog.central-síðan verður þó áfram uppi um sinn, þar til ég er búinn að færa allt eldra efnið yfir. Þarf að læra betur á Mogga-bloggið til þess að klára það dæmi.

Góðar (afmælis)stundir! 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn :-)

Sibbi (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 13:40

2 identicon

Til hamingju með daginn elsku bróðir :)
Eigðu góðan dag elskan.
Elska þig.
Ragga og Co

Ragga Sys (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 15:25

3 identicon

Hmm Konsi minn, systir þín hérna aftur.
Þetta kommentakerfi hérna er alveg út úr kúuuuuuu.
Mar þarf að skrifa inn komment, bíða svo eftir einhverjum staðfestingarpósti á e-mail, fara á þá slóð og þá fer þetta inn.
Ekki viss um að allir nenni að standa í þessu, þannig að ef þú vilt að fólk kommenti á þig þá mundi ég reyna að breyta þessu brósi sæll :)

Ragga sys (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband