26.9.2006 | 21:24
Kærar þakkir!
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem glöddu mig með símtölum, faðmlögum, SMS-um og áfengissplæsingum á þrítugsafmæli mínu síðastliðinn föstudag. Sérstaklega er ég þakklátur fyrir þá góðvild sem vinnufélagar mínir í prentsal Odda sýndu mér. Mér var fært kort með nöfnum þeirra og 15 þúsund króna ávísun frá Starfsmannafélaginu. Ég var djúpt snortinn og þakklátur. Takk strákar!
Veðrið var einnig mér gjöfult þann tuttugastogannan síðastliðinn - sól í heiði. Ekki er hægt að biðja um það betra.
Um kvöldið fékk ég símtal frá Þórði Sveinssyni félaga mínum, formanni UJH. Hann og Ingimar voru staddir á Ölstofunni ásamt Þóri Hrafni laganema og Röskvuliða, og fór ég þangað skömmu fyrir miðnætti. Það var ekki leiðinlegt á Ölstofunni ónei, enda var mér boðið í fleiri en eitt og fleiri en tvö glös í tilefni afmælisins. Það var ýmislegt rætt á Ölstofunni og margt plottað vegna komandi Alþingiskosninga. En ekki mun ég uppljóstra um það að sinni.
Annars settu nýreknir og óreknir NFS-liðar svip sinn á Stofuna Ölsins þetta kvöldið enda dagur hinna löngu hnífa að baki í Skaptahlíðinni. Og talandi um NFS: Hún hitti gjörsamlega í mark skopstæling Spaugstofunnar og Ladda á bréfi Róberts Marshalls og alþekktu jólalagi Skráms sem skrifaði jólasveininum hérna um árið. Algjör snilld!
En boj ó boj þetta er nú alveg tú möts að sinni. Næstu daga ætti nýja síðan að taka á sig mynd og skrifin sömuleiðis.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Sæll Hákon og innilega til hamingju með afmælið, þetta er óhugnalega fljótt að líða finnst þér það ekki? kv Jón Frímann Eiríksson
Jón Frímann (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 01:44
Sæll Hákon og innilega til hamingju með afmælið, þetta er óhugnalega fljótt að líða finnst þér það ekki? kv Jón Frímann Eiríksson
Jón Frímann (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.