11.10.2006 | 23:55
,,Hin platónska hugmynd um gleðipopp!"
Er að hlusta á þessa snilld hér:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4299464
Þarna er Meistari Megas að fara yfir Megasukksplötuna Hús datt með Frey Eyjólfssyni í nýjasta þættinum af ,,Geymt en ekki gleymt". Og ef einhver kann að koma orðum að hlutunum, þá er það Magnús Þór.
Að hans mati er Hús datt ,,hin platónska hugmynd um gleðipopp"!
Annars er Meistarinn mjög áberandi um þessar mundir. Tvær ábreiðuplötur með lögum hans rétt ókomnar í verslanir. Loksins loksins er síðan að koma út Skálholts-Passíusálma-prójektið, í kompaníi við hinn burtrekna Hilmari Erni Þeysara-organista.
Þvílíkir hálfvitar eru annars vígslubiskupinn í Skálholti og Hörður Áskelsson að reka orgelpönkarann sem búinn er að lyfta grettistaki í Biskupstungunum! Ekki furða að kirkjan sé í tilvistarkreppu ef öll nýsköpun í trúarlífi, helgihaldi og kirkjutónlist ,,sekkur beint til andskotans". Kannski þola þessir ruglukollar það ekki að Hilmar Örn skuli sækja í tónlistarbrunn Megasar til þess að lyfta Passíusálmunum í þær hæðir sem þeir eiga skilið.
Megi allir afturhaldsjesútittirnir skammast sín!
Amen.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 19.4.2007 kl. 22:31 | Facebook
Athugasemdir
Það sekkur beint til andskotans....Allt sem ekki flýtur ;-)
Sibbi (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.