31.12.2006 | 23:53
Vondslega vont áramótaskaup, pirrandi flugeldar en góð nýársnótt í vændum!
Gleðilega hátíð og gleðilegt ár (eftir nokkrar mínútur þegar þetta er skrifað)!
Nýklárað skaup var vondast allra vondra einsog Meistarinn hefði orðað það. Hroðbjóður alveg! Gæði skaupa velta reyndar alveg komplett á handritinu - mannskapurinn var alveg til staðar.
Mikið held ég annars að þurfi að fara að banna brúk á flugeldum í heimahúsum. Einhverjir helvítis sprengjuvargar í Norðurmýrinni hafa varla linnt látum í allt kvöld! Tek undir orð Víkverja Moggans einhvern daginn milli jóla og nýárs. Þar sagði hann að ,,fagaðilar" ættu að vera með eina flugeldasýningu í hverju hverfi og í hverju bæjarfélagi. Þannig fengjum við flugeldasjóvið en án þessa yfirþyrmandi hryðjuverkagangs sem gert hefur uppskot flugelda hálfleiðinlegt ef eintthvað er. Samt lífga þeir uppá himininn milli hálftólf og tólf á gamlárskvöld - það er svosem ekki hægt að neita því.
Kryddsíldin var alveg ágæt svosem en ég hef þungar áhyggjur af stöðu míns flokks einsog staðan er núna. Steingrímur Joð og Addi Kitta Gau voru góðir en stjórnartvíburarnir og Ingibjörg vond.
Akranes á eftir. Gaman gaman!
Þakka þeim sem lesið hafa síðu þessa - og forvera hennar á árinu 2006.
Á mestu sukknótt ársins er við hæfi að ganga hægt um gleðinnar dyr og hafa hugfastan Jólanáttburð Megasar:
vælir útí veðri og vindum
vetrarnætur langt
meðan ljótir kallar
liggja mömmu
og pabbi í druslum
dauður í kompu
úr drykkju liggur
hlandbrunnið braggabarn
í barnavagni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.