28.7.2007 | 21:23
Nú langar mig á Ólafsvöku...
...og ekki orð um það meir!
Til þess að fanga stemningu Ólafsvöku er þó hægt að hlusta á Rás tvö. Akkúrat núna var að klárast týpískur Föroyskur dansur. Svo er reyndar líka verið að senda út frá Bræðslunni - miklum tónleikum austur á Magna-firði.
Þar er besti vinur Bubba að fara að stíga á stokk innan tæprar klukkustundar. Að sjálfsögðu verða mín eyru viðstödd þann performans.
Á næsta ári verður síðan farið á Ólafsvökuna, það er engin spurning!
Athugasemdir
Ég hef stundum farið á Ólafsvökuna. Íslenskt samferðafólk mitt er ávalt sammála því að upplifunin sé líkust því að maður fari í trans. Þegar 10 - 20 þúsund manns (fjöldinn fer eftir veðri) sameinast í einum risastórum hringdansi um miðnætti á Ólafsvökudeginum þá upplifir maður alvöru múgsefjun. Hver einstaklingur sameinast í einni hópsál þar sem 10 - 20 þúsund munnar syngja Orminn langa í 26 - 28 mínútur samfleytt.
Jens Guð, 28.7.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.