20.11.2006 | 00:23
Barcelona og brjálæði í vinnu!
Afsakiði (meðanað ég æli) að ég skuli vera latur að skrifa um þessar mundir. Bið um náð og miskunn mér til handa frá lesendum.
Kemur það einkum til vegna þess að ég var í Barþelóna um síðustu helgi (9. til 13. nóvember) og hef síðan verið að vinna 12 tíma kvöldvaktir og er að fara á 12 tíma dagvaktir á morgun - svo þið getið fengið bækur í jólagjöf helvítin ykkar!.
Energíið er þess vegna ekki uppá það besta.
En maður ætti að geta jólað sig vel í mánuði komanda!
Barþelóna (smámælgi að hætti Katalóna) var snilld! Ég kem með eitthvað dulítið sögukorn af ferðinni þegar aðeins hægist um í vinnunni - vonandi verð ég þá kominn með einhverjar myndir í hendurnar sem ég get birt með þeirri færslu.
En ég mæli með Barþelóna - algjör snilld! Karlkyns lesendur á leið þangað skulu hins vegar passa sig á Römblu-portkonum eftir miðnætti. Takið allavega fljótt til fótanna!
Mæli hins vegar heils hugar með sænskættuðu bardömunni á stað er nefnist Molly's Fair City.
Meira síðar. Þangað til: Vinna sofa et cetera....
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 19.4.2007 kl. 22:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.