Gleðilega jólaföstu!

Jæja, jólafastan (aðventan) er byrjuð og þess vegna hægt að byrja jólaundirbúning. Að vísu hefur mér fundist að ég þyrfti að éta ofaní mig ýmislegt sem ég sagði í færslu rúmum tveimur mánuðum fyrir jól um snemmbæran jólaundirbúning. Einhvern veginn hafa jólalætin verið seinna á ferðinni en stundum áður - kannski vegna þess að aðventan byrjar seinna - en samt: Skrautið var seinna upp en seinustu ár, og sem betur fer hefur hið gamla þegjandi samkomulag útvarpsstöðva um jólalagaspilun verið tekið í gildi á nýjan leik. Ég heyrði allavega nánast engin jólalög fyrr en á rás tvö aðfaranótt fullveldisdagsins.

 Þetta er allavega til bóta, svo mikið er víst. En auðvitað eiga lætin eftir að vera mikil og kyrrðin að sama skapi kærkomin þegar jólahátíðin er gengin í garð eftir þrjár vikur.

Vinnan er kleppur þessar vikurnar en fer vonandi skánandi. Hef haft slökkt á heilanum og var rétt svo að ýta á ON í gær. Tólf tíma vaktir eru mannskemmandi, sérstaklega í vaktavinnu. Fer reyndar á tíu tíma í næstu viku - sem er nú mun skárra. Eina góða við þetta vinnubrjálæði er launaseðillinn - annað er það nú ekki!

Ég hef þvísemnæst engar skoðanir á pólitík þessa dagana (nema það að vera jafnaðarmaður). Ég segi bara að Margrét Sverrisdóttir á að koma yfir til okkar í Samfylkingunni og að ríkisstjórnin á að skammast sín fyrir að hækka brennivínið! Meira hef ég ekki að segja um stjórnmál í þetta skiptið.

Kveð með þessum tveimur gullkornum úr einhverri Skóla-ljóðabók frá því í gamla daga (man hvorki nöfnin á ljóðunum né höfundana):

Fyrra ljóðið

Jólin 1982

týndust

í auglýsingaflóðinu.

 

Finnandi

vinsamlegast

skili þeim

til barnanna.

Seinna ljóðið

Það á að gefa börnum

súkkulaði og sætindi

á jólunum

svo að þau geti farið

til tannlæknis

eftir nýárið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband