Pirringur

 Það er mikið að maður getur bloggað!

 Ég er pirraður. Endalaus vinna og vinna eyðileggur algjörlega fyrir manni jólastemninguna. Prentbransinn er ekki rétti bransinn til að vinna í ef maður vill geta undirbúið jólin án þess að hafa bara tvo daga til þess.

 Sama helv.... vitleysutörnin jafnlangt framundir jól og jólaprófin gátu verið hjá manni í HÍ (tek engin próf núna). En ég fæ feita útborgun um áramótin, það er bót í máli. Ekki er þetta nú alvont þó maður sé orðinn leiður á törninni.

Andskoti er helvítis Þorláksmessu- og jólaveðurspáin annars djöfulli niðurdrepandi. Ofurveðurbloggarinn og Framsóknarmaðurinn Einar Sveinbjörnsson er vissulega búinn að fá sunnanáttirnar sem hann bloggaði um að ríkja myndu frá nóvember til janúar. En þarf endilega að vera þetta djöfulsins rok??

 Verður kannski veðrið 24 metrar á sekúndu á aðfangadag einsog fyrir hálfri öld?

   1956-12-24_12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú færð allavega böns af monní.

Þórður (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 13:17

2 identicon

Arbeit macht frei eins og  sagt er

Sibbi (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband