Svartur dagur á Alþingi!

Í þessum töluðu orðum er verið að greiða atkvæði um hið ógeðfellda RÚV ohf - frumvarp þrjóskrar konu sem ber titilinn menntamálaráðherra.

Þetta er eitt ljótasta frumvarp sem komið hefur á Alþingi - miklu ljótara en fjölmiðlafrumvarpið hið fyrsta. Það er verið að einkavæða Ríkisútvarpið. EINKAVÆÐA ÞAÐ! Punktur.

En stjórnarandstaðan hefur reynt allt til að koma vitinu fyrir stjórnarliðið. Allt kom fyrir ekki.

Hvað sem líður öllu umtali um málþóf þangað til í gær, þá er ljóst að stjórnarandstæðingar hafa staðið sig með prýði í umræðunum og hafa málstaðinn allan sín megin.

En mesta skömmin í þessu ömurlega máli hlýtur vitaskuld Framsókn sem enn einu sinni leggst á belginn með bossann uppí loft!

Nýju RÚV-lögin verða Framsókn til háðungar svo lengi sem hún lifir!

En getum huggað okkur við það að þessum óskapnaði verður umsvifalaust kastað útí ystu myrkur þegar stjórnarandstaðan kemst að kjötkötlunum í vor!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Losa sig við þetta hálfs milljarða taps bákn á meðan kostur er ;-)

X-B (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband