Færsluflokkur: Bloggar
25.8.2007 | 23:11
Yður bloggamogg kveð ég....
...og bendi á gömlu síðuna - http://www.blog.central.is/hakonb
Adieu capital Megasar er við hæfi (ku samið um ákveðinn stjórnmálamann):
Geir minn geir með vörtu
grátbólginn klæddur svörtu
kveð ég þitt lúsuga lókal
læði á braut þínum lók-al
vöruþrunginn og þunnur
það þrífst síst nokkur gunnur
mér á sjúku sinni
en segðu mér
hvað líður hringvöðvabólgunni
í leghálsopinu á langömmu þinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 22:38
Skagamenn Skagamenn skoruðu mörkin!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 23:29
Magnús er að taka Borgarfjörð eystri í nefið með annarri!
Megas er núna á sviði á Borgarfirði eystri (les: Magnafirði) í beinni á Rás tvö. Held ég hafi aldrei heyrt kallinn svona flottan einsog núna! Hver slagarinn á fætur öðrum steinliggur - Ragnheiður biskupsdóttir, Álafossúlpan, Heimspekilegar vangaveltur, Reykjavíkurnætur, Ég á mig sjálf, und so weiter.....
Svo eru Megas og Senuþjófarnir auðvitað með eitt og eitt lag af Frágangi. Hljómskífan sú arna fékk hvorki meira né minna en fimm stjörnur í Mogga gærdagsins.
Gamli maðurinn hefur sennilega aldrei verið betri!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2007 | 02:38
Í dag er sjöundi sjöundi núll sjö....
...og ég er akkúrat á leiðinni í brúðkaupsveislu í kvöld - á þessum mjög svo hæpaða brullaupsdegi. Og ekki nóg með það, heldur er ég að fara að rifja upp gamla takta í músíseringum.
Í Dómkirkjunni í Reykjavík munu klukkan hálf átta ganga í það heilaga mínir elskulegu vinir Eiríkur og Bryndís. Gengið verður síðan úr kirkju örfá skref yfir í Iðnó og þar haldin heljarinnar veisla til heiðurs nýbökuðum brúðhjónunum. Ég hlakka mikið til enda ljóst að mannfagnaður þessi verður gríðarhressandi, svo ekki sé meira sagt.
Ekki nóg með það, heldur ætla ég að setjast á bak við trommusett í fyrsta skipti í sirka áratug. Við erum allnokkrir félagar brúðhjónanna (fjórir Skagamenn, þrír Röskvuliðar og einn vinnufélagi Eiríks) sem ætlum að halda uppi miklu stuði á sviðinu í Inó er líður á kvöldið. Í bandinu verða tveir trommarar (ég annar þeirra), þrír gítaristar, tveir bassaleikarar og einn söngvari - þó fleiri af okkur muni syngja, auk þess sem búast má við allhvössum eða hvössum fjöldasöng í mörgum laganna á prógramminu. Reyndar verður sá sem þetta ritar í aðalhlutverki í einu laganna og mun gera sitt besta til þess að fara í föt þess listamanns sem síða þessi er við kennd.
Fjöldinn í brúðkaupsbandinu gerir okkur kleift að skiptast svolítið á að spila. Þannig ættu allir að geta tekið sér ,,drekkutíma" af og til. Ég get svo svarið það að þetta verður gigg of a læftæm! Það var frábært að grípa í hljóðfæri á nýjan leik á fyrstu æfingunni. Man einmitt hvað það var geggjaður tími á Fjölbrautarárunum þegar maður var í hljómsveitastússinu. Hámarki þessa skemmtilega tímabils var náð þegar við í hljómsveitinni Ármóði skegg unnum Þrumurokk, Tónlistarkeppni FVA í nóvember annó 1996.
Allavega verða brullaupið, veislan og spileríið hreinasta snilld og einn af hápunktum ársins. Um leið og brúðhjónununum er árnað allra heilla (sem og öllum þeim fjölmörgu öðrum sem ganga upp að altarinu á þessum merkilega degi), þá læt ég hér fylgja brúðkaupsvísur þær er Þursaflokkurinn gerði skil árið 1979:
Brúðkaupsvísur Leirulækjar-Fúsa Ykkur vil ég óska góðs, Brúðhjónunum óska ég Brúðhjónanna bolli |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2007 | 02:24
I am the Lizardking, I can do everything!
Jim Morrison var mikill orðsins brandur, einsog sést í ljóðaupplestrarlaginu The Ghost Song:
Awake
Shake dreams from your hair
My pretty child, my sweet one
Choose the day
And choose the sign of your day
The day's divinity
First thing you see
A vast radiant beach in a cool jeweled moon
Couples naked race down by it's quiet side
And we laugh like soft, mad children
Smug in the wooly cotton brains of infancy
The music and voices are all around us
Choose, they moon, the ancient ones
The time has come again
Choose now, they croon
Beneath the moon
Beside an ancient lake
Enter again the sweet forest
Enter the hot dream
Come with us
Everything is broken up and dances
Indians scattered on dawn's highway bleeding
Ghosts crowd the young child's fragile eggshell mind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2007 | 01:56
Skríddu ofaní öskutunnuna....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 16:07
Vjer erum í bloggfríi...
...en gjefum oss samt tíma til að lýsa því yfir að hljómlistarflokkurinn Sinfóníufréttir er sá flottasti í vorum gjervöllum tónlistarbransa. Þessi súpergrúppa býr yfir einstökum hæfileikum til þess að byggja upp Vegg og rífa hann síðan aftur niður er líður að lokum tónlistargjörningsins...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem ég er í bloggstuði og miðtaugakerfið hefur notið góðs af flotbrauði og hækkandi prómillum, þá ætla ég að setja inn á síðuna frásagnir Útvarps Færeyja af stjórnarmyndun okkar Samfylkingarfólks og Sjálfstæðismanna.
Byrjum á þessari frétt:
Íslendska stjórnin leggur frá sær - hóast hon hevði meiriluta hósdagur, 17. mei 2007 18.13 - Útland | |||||
Teir eru samdir um, at grundarlag er ikki at halda fram. Geir Haarde fer í morgin at biðja forsetan um at koyra ríkisstjórnina frá. Síðani væntar hann at fara til Samfylkingina, sum er sosialdemokratiskur flokkur, við fyrispurningi um stjórnarsamstarv. Geir Haarde sigur, at hóast samstarvið millum Sjálvstæðisflokkin og Framsóknarflokkin hevur verið gott tey 12 árini, teir hava havt ræðið í Íslandi, so verður tað ov strævið at halda fram bara við einum tinglimi í meiriluta. Framsóknarflokkurin misti fimm sessir á valinum leygardagin, men Sjálvstæðisflokkurin vann tveir. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 00:22
Gleymdi Akureyrarstjórninni!
Þegar ég var að setja upp nýja skoðanakönnun í kjölfar vangaveltna minna í færslunni á undan um nafngiftir nýju ríkisstjórnarinnar, þá láðist mér að setja inn eitt nafn sem mér datt allt í einu í hug:
Nú er mál með vexti að samstarf S-flokkanna á sér fyrirmynd norður á Akureyri eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Meirihluti fráfarandi ríkisstjórnarflokka lét af völdum þar í bæ og við tók meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Þess vegna bæti ég við einni nafngift við í nýju skoðanakönnuninni hérna á Paradísarfuglinum - Akureyrarstjórnin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2007 | 15:05
YYYYYYEEEEESSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)