Þó ég gleðjist yfir vaxandi fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum, þá er auðvitað alveg afleitt hvað Sjálfstæðisflokkurinn er með mikið fylgi. Að vísu kemur hann alltaf út í kosningum með minna fylgi en kannarnir spáðu honum - nema reyndar fyrir fjórum árum. Þá fékk hann að mig minnir svipað og honum hafði verið spáð.
Ég vona hins vegar að kjósendur séu ekki jafn þýlyndir og fólkið á myndinni!
Ekki viljum við:
Stríð við Íran.
Einkavæðingu Landsvirkjunar.
Upptöku skólagjalda.
Einkavæðingu í heilbrigðis- og menntakerfinu.
Frekari skattafríðindi á hátekjufólk og kapítalista.
Sjálfstæðismann í heilbrigðisráðuneytið.
Nei nei auðvitað viljum við ekki svona ullabjakk! Þess vegna þurfum við að sjá í gegnum krataklæðin sem Íhaldið sveipar sig alltaf rétt fyrir kosningar. Eftir kosningar stinga Sjallarnir rýtingi sínum á bólakaf í bak alþýðunnar og halda áfram uppteknum hætti með að færa fúlgur fjár frá henni til auðvaldsins.
Hlustum ekki á hræðsluáróður Íhaldsins og exbé-deildar þess um katastrófuna af vinstri stjórn. Þessir kveinstafir Sjálfstæðismannanna í exdé og exbé eru reyndar ekki nýir af nálinni. Það þarf ekki annað en að lesa gamla Mogga á netinu þar sem sama fólkið skrifar í velvakanda um hættuna af vinstri stjórn. Mun ég hér birta einhver af þessum gullkornum í næstu færslu. Sérstaklega frá manni að nafni Karl Ormsson sem titlaði sig raftækjavörð. Hann var einmitt að skrifa í Aðsendar greinar í Mogganum um daginn. Ekki hafði ég séð neitt tilskrifelsi frá honum síðan fyrir fjórum árum (kann reyndar að vera að hann hafi stungið niður penna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra).
Ætli Styrmir hringi alltaf í hann mánuði fyrir kosningar og panti lesendabréf eða grein frá honum? Ætli það ekki bara? Og ætli þetta sé sá sami Karl og hringir alltaf í Útvarp Sögu og ver verðtrygginguna og hagsmuni fjármagnseigenda með kjafti og klóm? Kannski.
En bíðið spennt eftir næstu færslu, þá koma inn einhver gullkorn eftir Karl Ormsson raftækjavörð emeritus!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Athugasemdir
Jæja Hákon á ekkert að fara að skella sér í framboð? Ég ætla nú samt rétt að vona að einhverjir vinstrisinnaðir fari nú ekki að komast til valda á þessi skeri okkar. Þá mun íslenska þjóðin upplifa mjög hægt og sársaukafullt sjálfsmorð, allavega langar mig ekki að upplifa það og vona að fleiri séu sama sinnis.
Gunni (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:54
Segi bara einsog skáldið sem þessi síða er tileinkuð:
,,Ég stend oná gnípu og gái oní dalinn
gaman væri að láta sig detta."
Hákon Baldur Hafsteinsson, 8.5.2007 kl. 00:48
Vér framsóknarmenn höfum hafið stökkið 14.8 % í dag. Amen fyrir því
Die herr von BergthorustraBe (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.