Í tilefni (gær)dagsins.......

Vöggukvæði róttækrar móður

Enn syng ég gamalt stef við þinn sængurstokk í kvöld
er sólin rennur langt að fjallabaki
um þá sem sitja sléttir og slóttugir við völd
og sleppa aldrei neinu fantataki.
Morðingjar heimsins og myrkraverkaher
munu reyna að draga úr þér kjarkinn
en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er
að á mörgum þeirra höggvist sundur barkinn.

Þeir eiga glæstar hallir þeir eiga lúxusbíl
þeir eiga meir en nóg til hnífs og skeiðar
þeir kæfa okkur í táragasi og kalla okkur skríl
þeir koma okkar vandræðum til leiðar.
Morðingjar heimsins og myrkraverkaher
munu eflaust pína þig til dauða
en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er
að úr mörgum þeirra vætli blóðið rauða.

Svo segi ég að lokum fyrst sólin hnigin er
og svefnsins engill strýkur þér um hvarma
að margan góðan drenginn þeir myrtu þar og hér
og margur hlaut að dylja sína harma.
Morðingjar heimsins og myrkraverkaher
myrða okkur líka einhvern veginn
en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er
að af mörgum þeirra væri skjátan flegin.

(Böðvar Guðmundsson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband